Leit

Ég þarf að herða mig upp og leggja í leiðangur. Að vísu ekki langt, en á þrjá staði samt. Ég ætla nefnilega að reyna að endurheimta einhverjar af þeim flíkum sem börnin hafa tapað síðan um jólin. Þar á meðal er flottur anórakkur, glæný flíspeysa, slatti af vettlingum, ullarsokkar, húfa eða tvær og kannski eitthvað fleira. Svona gengur þetta þegar mamma er lasin og nær ekki að fylgjast með hlutunum…
Drengurinn fékk einkunnirnar afhentar í dag, hann stóð sig prýðilega og er ánægður með sinn hlut. Hann fékk líka línuskauta í gær í fyrirfram afmælisgjöf svo það er enginn endir á hamingjunni hjá honum. Litla daman fékk líka fínar einkunnir, þó prófin séu sem betur fer ekki mörg í fyrsta bekk.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *