Flutningur

Eins og mörgum börnum er litlu dömunni illa við breytingar og hún hefur töluverðar áhyggjur af fyrirhuguðum flutningum. Í morgun lýsti hún því yfir með nokkrum þjósti að hún vildi ekki flytja í fátæklegt hús. Þegar hún var beðin um nánari skýringar sagðist hún ekki vilja lítið hús, það þyrfti að vera stórt og flott og helst eins og kastali að utan!
Drengurinn er með aðrar óskir. Hann talar ekki um hvert hann vilji flytja heldur til hverra. Helst vill hann flytja í nágrannaþorpið til barnastjörnunnar og yfirvaldssonarins, eða þá til vinanna undir Kubbanum – svo freistar frændi í skógræktinni og útileguvinirnir í höfuðborginni.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *