Aldrei fór ég suður

Nú er orðið nokkuð ljóst að við flytjum ekki burt af svæðinu að þessu sinni. Lesendur geta þá ýmist fagnað þeirri ákvörðun eða ekki – allt eftir hvort þeir losna við, eða sitja uppi með okkur. Enn er þó alveg óvíst nákvæmlega hvar á svæðinu við komum til með að búa, nágrannakaupstaðurinn verður þó æ líklegri þrátt fyrir að líffræðingurinn neiti að heimsækja mig þangað. En þá verður fjallið bara að koma til Múhameðs eins og forðum…

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *