Myndir

Að undanförnu hef ég verið að skoða norræn prjónablogg og það er ekki laust við að handavinnukonan í mér fyllist ákveðinni minnimáttarkennd því mín montsíða er heldur aumingjaleg í samanburði. Til að bæta úr því hef ég verið að baksa við að taka hannyrðamyndir á pínulitlu vélina mína með misjöfnum árangri. Myndirnar voru lengi vel hjá ungu dömunni, því ég kunni ekki að breyta þeim yfir á jpg form. EN áðan gerði ég eina tilraun enn og það tókst! Nú eru sem sagt nokkrar nýja myndir á síðunni, en ég á enn eftir að fá myndir frá sumum og líka öðrum sem lofuðu mér og enn öðrum sem engu lofuðu…

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>