Rænuleysi

Líffræðingurinn elskulegi kom í heimsókn í gær og færði mér fréttir af umheiminum. Ekki hafði ég þó rænu á því að skila henni Matador sem svo til hélt lífinu í mér í vetur, né heldur að smella af henni mynd fyrir montsíðuna, eða réttara sagt treflinum sem hún var með. Ekki er meðvitundin virkari í dag, en ég hafði það þó af að ræða við sérlega vingjarnlegan bæjarverkfræðing um snjóflóðahættu, rýmingarsvæði og fyrirhugaða varnargarða. Svoleiðis þurfum við nefnilega að hugsa um hér á hjara veraldar. Við sleppum aftur á móti alveg við umferðarteppu, umferðarljós (hugsið ykkur – að þurfa ALDREI að bíða á ljósum), lífshættulegar hraðbrautir og fleiri hörmungar. Mér skildist á verkfræðingnum að málaferli tefji byggingu varnagarða í nágrannakaupstaðnum. Það þykir mér slæmt, því ég hef mikla trú á svona görðum, enda hefur varnavirkið í nágrannaþorpinu heldur betur sannað sig.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>