Mánudagur…

…og það er komið skip. Í ár sit ég ekki úti við túristaskoðun eins og í fyrra og garðurinn er ekki snyrtilegur eins og hann var það. Grasið er óslegið, fíflarnir leika lausum hala og einhverjir slúbbertar hafa hent rusli inn fyrir girðinguna. Drengurinn sér reyndar um að fjarlægja ruslið og ég var að spá í að kenna honum á kantklippivélina. Ég meina það getur varla verið (mikið) ábyrgðarleysi, hann er að verða ellefu og elskar allt sem gengur fyrir rafmagni. Svo er ég að vonast til að klipptir kantar hvetji húsbóndann til dáða með sláttuvélina. Já, og áður en einhver lesandi fær jafnréttisflog, þá get ég ekki gert þetta sjálf – aumingjafélagið þið vitið.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *