Sko til…

…það virkaði! Drengurinn reitti arfa og týndi upp rusl og það ýtti við húsbóndanum. Hann er að vísu ekki búinn að slá, en allir fíflar eru horfnir af lóðinni fyrir framan húsið. Um baklóðina skulum við ekki tala að sinni. Í dag ætlar drengurinn að klippa kantana (vélin var rafmagnslaus í gær) og þá er ég viss um að sláttuvélin verður dregin upp úr kjallaranum. Á meðan á þessari iðjusemi stóð fór ég í gönguferð og kom aldeilis ekki tómhent til baka. Í vallarhúsi við gerfigrasvöllinn fann ég nefnilega bæði anórakk og flíspeysu af drengnum sem sárt hefur verið saknað að undanförnu. Ég var samt pínulítið dugleg í gærkvöldi því þá kláraði ég græna mohair peysu sem aldrei þessu vant fer ekki til ungu dömunnar, heldur verður kyrr hjá mér.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *