Bryggjudagar

Í gær var merkisdagur hjá börnunum. Drengurinn tók þátt í fyrsta fótboltamóti sumarsins og gat þá viðrað nýju takkaskóna, legghlífarnar og allt fíneríið. Eftir hádegið lá leiðin í eitt af nágrannaþorpunum á svokallaða bryggjudaga. Húsbóndinn var fararstjóri en litla daman, barnastjarnan og guðdóttirin voru líka með. Öll tóku þau þátt í sædol söngvarakeppninni, börnin sungu en húsbóndinn var undirleikari keppninnar. Litla daman og guðdóttirin sungu Birgittulagið vinsæla “Ósk mín skærasta” og voru voða hissa að fá ekkert hálsmen (þ.e. verðlaunapening). Barnastjarnan söng “Einhversstaðar, einhverntíman aftur” og drengurinn söng “Mister Lonely” í falsettu og allt. Þetta var góður dagur hjá þeim, sól, nammi, pylsur og ekki síst bleiki sykurviðbjóðurinn bættu alveg upp verðlaunaskortinn. Á meðan sat ég heima, prjónaði smá, kláraði Malarann sem spangólaði og horfði á gamla Sex and the City þætti.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *