Gleði

Drengurinn flaug til höfuðstaðarins í morgunn. Hann var að sjálfsögðu ægilega spenntur og þurfti ekki mikið að spyrja um hugsanleg flugslys, eldingarvara í flugvélum og hvað gerist ef hreyflar bila. Litla daman tók brottförinni furðanlega vel og kvartaði sama og ekkert yfir því að vara skilin eftir heima. Hún er óskaplega upptekin af bleikri tuskukisu sem hún fékk í afmælisgjöf frá Frænku í gær og talar varla um annað. Það er prýðilegt, þá fæ ég frið á meðan. Hann (friðinn) ætla ég að nýta til að byrja á litlu þýðingarverkefni. Ég er rétt bráðum að byrja að þýða tónfræðibók úr sænsku (bara smá hangs á netinu fyrst) fyrir vin húsbóndans. Þá kemur í ljós hversu mikið af tónlistarskólamenntuninni situr eftir.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *