Sól

Vegna munnlegra athugasemda sem ég hef fengið vegna færslunnar í gær er mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta hana. Sem sagt : það var alls ekki svo kalt hérna í gær, nema rétt fyrst. Undir kvöld var komið logn og hiti. Í dag er glampandi sól, svo mikil að ég er með sólgleraugu innandyra. Ónefndir aðilar voru víst logandi hræddir um að ég fældi ferðamenn frá svæðinu með þessum skrifum mínum. Ég held reyndar að þeir hafi ofáætlað lesendafjöldann…

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *