Ekkert

Það gerist sama og ekkert hjá mér þessa dagana en eins og Níels frændi sagði forðum þá verð ég bara að æfa mig að skrifa fjálglega um ekki neitt. Helsti stórviðburður gærdagsins var að ég heklaði eplagræna borðtusku og byrjaði á röndóttri. Jú svo kláraði ég pottorminn, en ég var víst búin að segja frá því. Ég er aðeins byrjuð að pakka, þó að enn sé óljós hvert við flytjum. En ég pakka líka mjög hægt svo það er allt í lagi. Húsbóndinn fór í kassaleiðangur í morgun en hafði ekkert upp úr krafsinu. Vonandi verða heimturnar betri hjá honum á morgun.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *