Heimsókn

Kjarneðlisfræðidoktorinn og háskólaborgarinn komu í heimsókn í gærkvöldi. Reyndar mættum við húsbóndinn þeim á hættulegu hlíðinni fyrr um daginn en ég tók því miður ekki eftir þeim. Sennilega hef ég verið að glápa út yfir hafið og þannig missti ég af því að sjá þau heiðurshjón þeysa hjá á mótorfákum. En ég sá þau í höllinni minni í staðinn og það var mjög skemmtilegt. Fyrr um daginn fórum við húsbóndinn í nágrannabæinn að erindast og skoða nýopnað kaffihús staðarins. Eftir að hafa fullvissað okkur um að kaffihúsið væri tómt og að vertinn væri tilbúinn að slökkva á útvarpinu settumst við inn og pöntuðum. Þetta reyndist hinn ágætasti staður, kökurnar voru góðar en kaffið var reyndar pínu vont. Súkkulaði litlu dömunnar stóð hins vegna alveg undir væntingum að hennar sögn. Eini gallinn var þungur niður í kæliskáp eða einhverju svoleiðis sem gerði að ég hélt ekki lengi út.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *