Í dag skein sól…

…til mikils ama fyrir mig, enda eru ofursólgleraugun mín ekki enn komin frá meginlandinu. Þrátt fyrir það hætti ég mér út, reyndar með sólhattinn dreginn ofan í augu. Ég staulaðist aðeins um í skóginum og lagði mig svo á skuggsælan bekk, eins og rónarnir í teiknimyndunum. Húsbóndinn og börnin skottuðust um skóginn en ég hlustaði – ekki á þögnina eins og ég hafði vonað – heldur bévítans lætin í hinum annars mjög svo geðþekka afreksmanni sem er að byggja virkjun í nágrenninu. Skógarferðin var samt vel heppnuð, eftir kaffihlé staulaðist ég til baka og lagði mig í skugganum af stórum grenitrjám meðan börnin og húsbóndinn skemmtu sér á leiksvæðinu.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>