Bolti

Í morgun lagði drengurinn af stað í ævintýraferð. Hann er á leiðinni á Króksmót, þar sem hann ætlar að sparka bolta og skemmta sér með vinum sínum. Hann var ákaflega spenntur, en dálítið hræddur um að vera með meiri farangur en hinir strákarnir. Það er greinilega mjög slæmt. Hann var reyndar bara með eina íþróttatösku og svefnpoka svo ég get varla ímyndað mér að hinir hafi verið með mikið minna. En ég gat þó ekki stillt mig um að láta hann taka stígvélin með sér því rigningarspáin er nokkuð afgerandi fyrir helgina.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *