Búinn

Skvísutoppurinn er tilbúinn. Ég mátaði hann áðan og það liggur við að ég tími ekki að senda hann til ungu dömunnar. Ég held ég geri það nú samt, því ég hef lítil not fyrir samkvæmisföt eins og er. Unga daman er aftur á móti á kafi í djamminu, eins og sönnum háskólaborgara sæmir. Myndavélin hefur ekki komið upp úr kössunum ennþá, svo ég verð að treysta á að daman pósi í toppnum sem allra fyrst og sendi mér myndina, því ekki megið þið missa af dýrðinni kæru lesendur…

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *