Póstur

Það er ekki allt best á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta hinna ýmsu stofnanna og fyrirtækja er til dæmis oft mun betri í fámenninu. Um daginn sendi ég pakka til ungu dömunnar, sem ekki skilaði sér. Þegar hún fór að athuga málið fékk hún engin svör því hún var ekki með sendingarnúmerið. Án þess væri alls ekki hægt að rekja leið pakkans. Ég var ekki heldur með númerið en póstmeistarinn fyrir vestan fann nú samt hvað hafði orðið um pakkann fljótt og örugglega (pósturinn í 101 ákvað að senda hann til baka) og lofaði að redda málinu.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *