Leiðindi

Ungur maður á uppleið sagði eitt sinn um konu sem hann hitti í samkvæmi að hún lifði ósegjanlega leiðinlegu lífi og að hún neyddi viðmælendur sína til að lifa því með sér á rauntíma. Stundum hef ég verið að velta því fyrir mér hvort þessi lýsing ætti við bloggið mitt. Ég lifi vissulega óáhugaverðu lífi núna og andagiptin er ekki upp á það besta. Ég hef sem sagt frá litlu að segja, en samt eys ég því yfir heiminn reglulega. Hvers vegna, er eðlilegt að spyrja. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti ekki að hætta þessu bulli en þegar ég var netlaus um daginn komst ég að því hvaða gildi netið og ekki síst bloggið hefur fyrir mig. Það fyllir nefnilega aðeins upp í skarðið sem myndaðist þegar ég veiktist, hætti að vinna og hætti að geta umgengist fólk að ráði. Bloggið er sem sagt eins konar samskipti, ekki síst við það elskulega fólk sem skilur eftir athugasemdir á kommentakerfinu.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *