Húfa


Alpaca húfan er búin. Hún passar ágætlega og lítur prýðilega út.
EN. Og þetta er stórt en. Hún fer mér alls ekki. Þetta er ekki nýtt vandamál, húfur fara mér yfirleitt illa, en ég þarf nauðsynlega á þeim að halda. Þessi fer samt yfir strikið. Það er ekki nokkur leið að ég get fengið mig til að nota hana. Sem betur fer er kaðlaprjón teygjanlegt þannig að húfan passa á ýmsar höfuðstærðir. Litla daman hefur sem sagt fengið nýja húfu.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *