Heima

Góða konan sem passaði börnin mín meðan ég var í burtu tók sig til og stytti og hengdi upp gardínur fyrir helling af gluggum, svo nú get ég glatt tengdó með því að það sé “eitthvað fyrir stofunni”. Það gleður mig líka því bæði er þægilegt að geta dregið fyrir og svo er húsið óneitanlega hlýlegra svona. Nú vantar mig bara eldhúsgardínur og svo eitthvað fallegt fyrir gluggann hjá drengnum. Það kemur. Og fyrst við erum tala um textil má geta þess að ég er að prjóna svona sjal úr ljósbláu alpaka, og svo er ég að hekla teppi úr skrilljón litlum stjörnum. Fyrir sunnan prjónaði ég líka úlnliðshlífar með glerperlum, en unga daman fékk þær og skuldar mér sem sagt mynd…

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *