Kr

Það er stundum frábært að búa í þorpi. Í gær var ég að kaupa lyf (einu sinni sem oftar) og var um það bil að reiða fram helling af peningum þegar afgreiðsludaman mælti þessi merkilegu orð : “Þú átt að fá þetta ódýrara stelpa”. Svo tók hún til við að pikka á tölvuna og reddaði mér fleiriþúsundkróna afslætti sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti rétt á. Rétt um daginn leysti ég út lyf fyrir hálfa skrilljón í höfuðstaðnum og þar var sko ekkert verið að benda mér á neitt svona. Það er, eins og ég hef alltaf sagt, LANG best að versla í heimabyggð. Reyndar mættu vera örlítið fleiri og fjölbreyttari verslanir á svæðinu, en það er nú annað mál.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *