Ganga

Það er laugardagur og húsbóndinn er búinn að skúra. Nýjustu fyrirmælin frá Svíaríki (meiri stera) eru að virka, ég er heldur skárri og ætla meira að segja að hætta mér í smá gönguferð á eftir. Ég fæ samt ekki að vera lengi á auknum skammti, það á að endurskoða stöðuna strax á þriðjudaginn. Enda er þetta náttúrulega bölvað eitur, sem étur beinin og hvaðeina.

Af hannyrðum er það að frétta að fyrri sokkur litlu dömunnar er frágenginn og búið að fitja upp á þeim seinni. Næst á dagskrá er svo fína jólapeysan, en ég ætla líka að grípa í jólatrésdúkinn minn stóra sem ég hef notað einu sinni, þó hann sé ekki nema hálfnaður. Ég var nefnilega svo ósvífin að snúa bara ókláruðu hliðinni inn í horn þar sem hún sást varla. Í nýja húsinu verður væntanlega mun rýmra um jólatréð, svo ég ætla að reyna að klára eins og einn eða tvo jólasveina í viðbót og kannski tvö tré eða svo (það eru sex af hvoru í allt).

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *