Jólaljós

Þó íslendingar séu almennt frekar skreytingaglaðir er samt töluverður munur á milli staða í þessum efnum. Um daginn var ég að velta því fyrir mér hvernig stemmingin væri hérna við enda vegarins og ætlaði reyndar að spyrja húsbóndann að því. Það gleymdist en svarið blasti við í gær. Skreytingabrjálæðingar upp til hópa. Fjöldinn allur af gluggaseríum kominn upp, töluvert af aðventuljósum, grenihlið og ýmislegt fleira. Og aðventan byrjar ekki fyrr en á morgun. Litla daman er mjög hrifin.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *