Enn af hraðbönkum

Ég fór að ráðum lesenda og hringdi aftur á Landsbankann. Í þetta sinn fékk ég samband við konuna sem sér um hraðbankana. Hún tjáði mér að hraðbankinn ætti að leiðrétta þetta sjálfkrafa, en til þess hefði hann níu til tíu daga. Ef hann gerði það ekki innan þess tíma yrði að gera það handvirkt. Það virkaði voða mikið mál. Niðurstaða samtalsins var að hún ætlar að hringja í mig á morgun og athuga hvort blessuð vélin hafi leiðrétt villuna. Ég ákvað að vera góð og gefa þeim báðum séns þangað til…

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *