Endalaus bið

Ekki eftir jólunum – þau koma víst nógu snemma. Nei, ég er að bíða eftir lífeyrissjóðnum, já og náttúrulega hraðbankakonunni. Síðasta melding frá sjóðnum var að endurskoðandi þeirra ætti eftir að gefa grænt ljós og þegar það fengist yrði mér borgað. Það gerist væntanlega í dag eða á morgun. Ég segi nú bara eins og Laddi forðum “mér þætti gaman að sjá það”. Ég hef oft verið að hugsa um hvernig málin stæðu hjá mér ef ég væri ekki gift. Eins og er lifi ég næstum algerlega á húsbóndanum en ef hans nyti ekki við væri ég löngu orðin gjaldþrota. Og það þó ég sé með sjúkdómatryggingu eins alltaf er verið að auglýsa. Hún gildir nefnilega ekki nema fyrir vissa sjúkdóma og því miður er “minn” ekki einn af þeim.

Hraðbankakonan lætur ekki ná í sig en gjaldkerinn sem ég talaði við lofaði að ýta á eftir málinu. Ég bíð spennt. Eða ekki.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *