Tíðindalaust

Líf mitt er heldur viðburðasnautt þessa dagana. Það er kannski eins gott, fyrir lasna eru rólegheitin best. Húsbóndinn er aftur á móti á harðaspani, jólavertíðin hafin og veisluspilerí í kvöld. Ég fór í smá aftöppun í gær og er aldrei þessu vant ekkert marin. Það var ágætis tilbreyting enda er ég blá og græn eftir síðustu tvö skipti.

Hagsýnir sjónvarpsáhorfendur geta verið alveg sallarólegir í kvöld, það er enn nokkuð í að eitthvað merkilegt gerist á dýru áskriftarstöðinni.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *