Ekki mynd

Alpakasokkarnir eru tilbúnir, en myndavélin (gsm-sími drengsins) er að heiman svo myndin kemur seinna.

Í dag er merkilegur dagur við enda vegarins. Stór hluti fullorðna fólksins er væntanlega að jafna sig eftir veislu gærkvöldsins en börnin bíða spennt eftir að hitta jólasveinana sem koma þegar kveikt verður á jólatrénu. Húsbóndinn verður þess heiðurs aðnjótandi að spila undir hjá þeim og drengurinn ætlar að mæta, þó hann sé að eigin sögn næstum því of stór. En jólasveinarnir gefa nammi og það er ekki hægt að missa af því. Auk þess er litlu dömunni boðið í þrefalt afmæli í dag svo það er enginn endir á hamingjunni hjá henni. Ég verð hins vegar heima í dag.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *