Fall og upprisa

Eins og ítrekað hefur komið fram á þessum vettvangi tilheyri ég ekki hraustasta hluta þjóðarinnar. Þessi staðreynd veldur því að ég verð að gera ýmislegt sem ég vildi kannski sleppa, svo sem taka inn eitruð lyf, halda mig til hlés svona almennt og passa mataræðið. Undanfarið hef ég ekki staðið mig í þessu síðastnefnda. Ég hef takmarkað saltnotkunina töluvert, en um jólin datt ég hressilega í það. Ekki í áfengið – heldur sykurinn. Sykursukkið hélt svo áfram alveg þangað til í gær. En nú er ég hætt. Algerlega, alveg. HÆTT. Ég skal geta þetta. SKAL.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *