Keppni

Í gærkvöldi horfði ég á söngvakeppnina alræmdu með litlu dömunni, drengnum og eyrarprinsinum. Börnin höfðu ekki farið varhluta af umræðum undanfarinna daga og biðu spennt eftir Silvíu og Birgittu en höfðu takmarkaðan áhuga á hinum. Viðbrögð þeirra við flutningi þeirrar fyrrnefndu voru ólík. Drengirnir voru sammála um að ef Trausti væri ekki að keppa myndu þeir halda með henni. Litla daman var sko ekki sammála því. Henni fannst Silvía hræðileg og syngja illa. En það versta var að hún var í gstrengi fyrir framan sjónvarpið og svo sagði hún bara þið elskið mig. En Birgitta stóð fyrir sínu að hennar mati. Hún var sko fín og sú eina sem söng eitthvað flott.En öll höldum við með Trausta. Ójá.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *