Fúlt

Haldið þið ekki að ég sé búin að kaupa mér þessa líka fínu myndavél. Olympus, með helling af pixlum, súmmi og allskonar fíneríi. Að vísu láðist afgreiðslumanninum að segja mér að ég þyrfti minniskort, en ég komst fljótt að því og pantaði eitt slíkt í morgun. Ég er aðeins búin að prófa vélina og ætlaði að sýna ykkur eina mynd, en þá er blogger í óstuði og vill ekki hlaða henni inn. Það er fúlt.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *