Svona staðir

Heyrt á vellinum :

Landsþekktur rithöfundur er að fylgja dóttur sinni og vinkonum hennar í flugið.

Rithöfundurinn : Svo elskurnar mínar þegar þið nálgist Ísafjörð þá flýgur vélin næstum svona í hring og alveg hreint sleikir fjöllin með vængnum. Maður heldur bara að hún ætli inn í hlíðina. Þið skulið bara tala saman og ekkert vera að horfa út, það er best.

Dóttirin : En mamma…

R : Já, þetta er alveg svakalegt, maður svoleiðis kaldsvitnar við að horfa á þetta og skilur ekki hvernig vélin kemst fyrir. Það á bara ekki að fljúga á svona staði.

D : En..

R : Það komu einhverjir menn hingað frá Alaska til að athuga hvernig við færum að þessu með flugið, svona úti á landi þið vitið og þeir komu til baka alveg skjálfandi og sögðu þetta.

D : Hvað?

R : Nú að það ætti ekki að fljúga á svona staði. Svo er flugbrautin ábyggilega holótt og svo geta komið svona hliðarvindar og svakalegur hristingur.

D : Vá, við ættum kannski ekki…

R : En elskan mín, þú þarft ekkert að vera hrædd, þetta eru algerir snillingar sem fljúga á svona staði, það er ekkert að óttast!

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *