Flandur

Haldið þið ekki að ég sé að fara að þvælast til höfuðstaðarins, eina ferðina enn. Reyndar er ég aldrei þessu vant ekki að fara á dælustöðina, ég kem að vísu aðeins við á leka sjúkrahúsinu en bara örstutt. Nei, í þetta sinn er ég að fara með börnin í vetrarfrí. Þau voru sammála um að borgarferð væri hið eina rétta, reyndar var litla daman alveg til í að fara í útilegu en drengurinn sannfærði hana um að það væri ekki ráðlegt. Ég var að spá í að senda þau ein til ömmu sinnar, en ákvað svo að druslast með þeim. Húsbóndinn fær ekki vetrarfrí og kemst því ekki með. Í staðinn fær hann rólega helgi og gigg á árshátíð kvenfélagsins.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *