Kvef

Húsbóndinn á eftir að láta mig hafa tvö síðustu lögin þannig að ég þarf ekki að byrja á textunum strax. Annars skilst mér að það eigi að taka upp sönginn í dag eða á morgun, þannig að ég fæ ekki mikinn tíma til að berja þá saman. Heilsan er aðeins skárri, svo þetta ætti að ganga þó að leiðinda kvef sé reyndar að angra mig.

Bómullarpeysan mjakast. Það er gaman að prjóna hana þó það sé ekkert sérlega fljótlegt (prjónar nr. 2,5) en ég ákvað að bregða út af hefðinni og hafa enga munsturbekki eins. Þ.e. sjálft munstrið breytist ekki en litasamsetningin gerir það aftur á móti. Ég held að það verði flott.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *