Gúmmí

Litla daman var alsæl með rigninguna í morgun. Þá gat hún nefnilega farið í flotta regngallanum sínum og glænýju blómagúmmískónum. Þeir eru svo flottir að það er alls ekki hægt að kalla þá dreifbýlistúttur, hvað þá hlandtúttur eins og hestamennirnir gera. (Myndin er reyndar af stígvéli, en liturinn og munstrið eru eins). Drengurinn valdi sér sígilda svarta gúmmískó. Hann leit ekki við nýmóðins lituðum skóm, hvað þá túttum í felulitum sem honum finnast annars flottir. Nei, svart varð það vera því hitt finnst honum ekki ekta.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *