Passa bíbí?

Sumarferðin okkar nálgast óðum. Húsbóndinn hamast í upptökum og segir allar líkur á því að hann nái að klára. Allar pantanir eru frágengnar og flest annað að smella saman. En í morgun mundi ég eftir einu. Við eigum eftir að fá pössun fyrir gárana okkar. Það er svo sem ekkert erfitt að passa þá, bara að hella fræjum í skálarnar, skipta um vatn og smella kannski nýjum sandpappír á búrbotninn vikulega. En það verður líka að viðurkennast að þeir eru ekkert sérlega skemmtilegir. Þeir eru ljónstyggir (gerir reyndar ekkert til, bara sleppa því að hleypa þeim út) og hafa stundum hátt. Einhverjir sjálfboðaliðar? Kannski einhverjir sem eiga fugl/a, þá gætum við endurgoldið greiðann seinna?

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *