Lausaganga hunda

Í gær var drengurinn í heimsókn hjá góðum vini sínum í Hnífsdal. Þar varð hann fyrir því óláni að hjóla á lausan hund sem hljóp skyndilega í veg fyrir hann. Hundinn sakaði ekki en drengurinn var ansi marinn og skrámaður eftir áreksturinn. Í dag kom svo í ljós að hann er handleggsbrotinn og þarf að vera í gifsi í nokkrar vikur.
Mér finnst kominn tími til að taka á lausagöngu hunda hér á svæðinu. Þorp og bæir eru ekki það sama og sveit og það er bara ekki í lagi að láta hundana valsa um. Það hefur til dæmis valdið litlu dömunni miklum vandræðum í vetur, því hún er hrædd við ókunnuga hunda og hún hefur oft þurft að fara langar krókaleiðir til að forðast þá.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *