Frjálsar

Litla daman kvartaði hástöfum yfir félagaleysi einhvern eftirmiðdaginn en vinirnir voru allir á frjálsíþróttaæfingu. Mér fannst alveg upplagt að hún skellti sér bara með, en eitthvað var hún treg til þess. Daginn eftir var hún til í að athuga málið, en kom fljótt til baka. Það var sko ekkert varið í þetta fannst henni. Þetta voru alls ekki frjálsar, það þurfti að hlaupa og gera armbeygjur og allskonar leiðinlegt. Eftir nokkra stund kom í ljós að hún hélt að frjálsar þýddi að krakkarnir mættu leika sér frjálst, svona eins og í frjálstímum í skólaleikfiminni…

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *