Vísitasía

Í gær heimsótti fjölskyldan unga fólkið og snúlluna, sem var svo almennileg að vera vakandi. Allir fengu að halda á henni og meira að segja að keyra hana um í sænsku lúxuskerrunni. Sólin skein og Reykjavíkin sýndi á sér sparihliðina. Seinnipart dagsins fórum við í efri byggðir bæjarins og borðuðum dýrindis tertur og hittum skemmtilegt fólk. En allt kostar sitt og ég er kát en þreytt í dag.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *