Heima

Ég kom heim í gær og fjölskyldan var afskaplega glöð að sjá mig. Ég er þó ekki frá því að þau hafi orðið fyrir örlitlum vonbrigðum því ég var varla búin að heilsa þeim þegar ég staulaðist upp í rúm og svaf í ríflega tvo tíma. Ég var sem sagt ekki vel hress. Enn slappari var ég þó daginn sem ég fékk innspýtinguna en dagurinn þar á eftir var þó sýnu verstur. Sem betur fer var engin rúta þann dag svo ég sat eins og fölgræn klessa í hægindastól og horfði á ammrísku vinina og reyndi að gubba ekki mikið. Þið sem eruð eða hafi verið mikið lasin, hafið þið tekið eftir því hvað þetta tiltekna sjónvarpsefni er veikindavænt? Alltaf sama þægilega lýsingin, engar snöggar breytingar (og afar litlar breytingar yfirleitt) og engin skerandi hljóð. Jane Austen bjargaði svo kvöldinu, en þá var ég orðin aðeins hressari.
En sem sagt, ég fékk stærri skammt af eitrinu í þetta sinn en ég fékk í fyrra, 1000 spírur í staðinn fyrir 750. Og boj ó boj hvað það munar um tvöhundruðogfimmtíukallinn.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *