Hillur

Í fyrradag setti ég saman þessa hillu. Það var frekar mikið basl, sum götin voru ekki alveg á réttum stöðum sem þyngdi alla skrúfuvinnu verulega. En þetta hafðist að lokum – með mörgum og löngum hvíldum á milli – þó að húsbóndinn yrði reyndar að sjá um þrjá þyngstu boltana, ég réði hreinlega ekki við þá. Ég var ekki alveg sátt við hann Ingvar vin minn á meðan á þessu stóð og bölvaði sænsku stórverslunni hátt og í hljóði. En hillan tekur sig vel út í herbergi drengsins og alveg svoleiðis smellpassar. Hann er búinn að fylla hana af bókunum sínum og það var hreinlega hjartnæmt að sjá hann taka þær upp úr kössunum og stilla þeim upp. Hann heilsaði þeim eins og löngu horfnum vinum og hafði greinilega saknaði þeirra mikið. Í gær var ég þreytt og hvíldi mig, en í dag ætla ég að ráðast á síðasta samsetningarverkefnið.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *