Hangs

Það er gamlársdagur og ég hangi í tölvunni í stað þess að vera að elda ,,skepnuna sem er nógu stór til að vera með eigið vegabréf” eins og pirruðu gömlu konurnar orðuðu það svo skemmtilega á BBC prime í gærkvöldi. En þannig er að unga fólkið kom í heimsókn í gær og það var auðvitað yndislegt og meira en nóg í sjálfu sér að fá að njóta félagsskapar þeirra og snúllunnar. En ungi maðurinn lét ekki þar við sitja, hann tók tölvuna í sundur, hreinsaði hana og stillti og fór um hana líknandi höndum. Hún er nú öll önnur og hagar sér mun betur en áður. Ég get þess vegna ekki látið hana vera, verð að hlaða inn nokkrum myndum og kíkja bara pínu smá á netið áður en ég byrja á fyllingunni. Sem ég get reyndar ekki beðið með mikið lengur. Því skepnan er frekar stór. Reyndar allt of stór fyrir okkur fjögur. En kalkúnn en góður með pasta, í samlokur, salöt, kannski bollur…

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *