Ekki

Ég nenni ekki að taka niður jólin.
Það eina sem ég gerði um helgina var að slökkva á aðventustjökunum (við eigum þrjá). Í dag er ég að hugsa um að taka þá úr gluggunum og ganga frá þeim í kassana. Meira verður það sennilega ekki. Með þessu áframhaldi verður síðasta jólaskrautinu pakkað niður um miðjan febrúar. Sem betur fer var húsbóndinn svolítið seinn þegar kom að jólatrésinnkaupum (aðfangadagsmorgunn) svo það eina sem var eftir var lítið gervitré. Það kemur sér afar vel núna.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *