Til varnar framtíðinni

Í blaðinu í dag kvartar Kolbrún Bergþórsdóttir sáran yfir því að hafa verið rænd framtíðinni. Það er auðvitað ægilegt til þess að vita og finn ég hjá mér sterka þörf til þess að hughreysta aumingja konuna. Fyrir þá sem ekki hafa lesið greinina gengur hún í örstuttu máli út á það að Kolbrún segir það hafa hvarflað að sér að flytja til Bolungarvíkur, kynnast það fráskyldum lækni eða presti á þorrablóti og þurfa ekki að hugsa frumlega hugsun eftir það, heldur láta sér nægja að rækta rófur í garðinum sínum.
En ég ætlaði sem sagt að reyna að hugga harmi slegna konuna. Fyrst ber auðvitað að nefna að Bolvíkingar eru höfðingjar heim að sækja og taka sérstaklega vel á móti þeim sem flytja til þeirra. Aðfluttum er gjarnan boðið í kóra, klúbba, á allskonar skemmtanir (þorrablótið er síður en svo sú eina) á pöbbinn, tónleika, í kaffi og svo framvegis. Þannig að næg tækifæri ættu að gefast til að kynnast fyrrnefndum embættismönnum. En þar verð ég víst að hryggja konuna aðeins. Hinn ágæti prestur Bolvíkinga er að vísu fráskilinn, en hann er kona. Læknirinn er kona og lofuð þar að auki. Svo eru þær báðar bæði skapandi og frumlegar.
En það má eflaust finna álitlega einhleypa menn í víkinni fögru og það er engin ástæða fyrir einhleypar konur að gefa upp á bátinn drauminn um vestfirskann eiginmann þó að þær komist ekki á þorrablótið margfræga. Svo hef ég fulla trú á því að þessu reglum verði breytt, nú þegar Halla Signý og aðrar góðar valkyrjur eru komnar í málið.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *