Hospitalis

Þá er ég enn og aftur á leið til allra lækniranna minna í höfuðstaðnum. Þetta verður stutt ferð að þessu sinni og hætt við því að það verði enn minna um vísitasjónir til vina og ættingja en venjulega því rannsóknarliðið ætlar að vera sérlega vont við mig að þessu sinni. Mér er meðal annars fyrirskipað að vaka heila nótt áður en ég fer í svokallað svefnrit klukkan átta að morgni þar sem ég rétt fæ að blunda í klukkutíma eða svo áður en ég fer í innspýtingu á dagdeildina. Ég er hrædd um að ég verði ansi ringluð eftir þá meðferð.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *