Hannyrðafréttir

Ég er byrjuð á kjól handa litlu dömunni. Hann er prjónaður ofan frá og niður, en það hef ég aldrei prófað áður. Ég hef ekki neina almennilega uppskrift að fara eftir, en ég styðst lauslega við þessa lýsingu (neðarlega á síðunni). En þar sem prjónafestan passar ekki, né heldur stærðin og þar fyrir utan ætla ég að prjóna kragann eftir á en ekki fyrst þá veit ekki alveg hvernig þetta kemur út. En mér sýnist þetta samt vera að virka. Ég set kaðla ofan á ermarnar og sennilega í hálsmálið og framan á ermarnar líka. Verst að ég kann ekki að teikna, en ég sé alveg fyrir mér hvernig kjóllinn á að verða. Hann verður allavega smart vona ég.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *