Rökkurstundir

Ég fór á tónleikana í Skálholti í gær – fyrstu heilu tónleikana síðan ég veiktist. Það var ansi erfitt og ég þarf að borga töluvert fyrir það í dag – en ég sé sko ekki eftir því. Tónleikarnir voru fínir, kórinn er góður og kammersveitin líka – en ég fór auðvitað aðallega til að heyra verkið hennar Hildigunnar. Það stóð svo sannarlega undir væntingum. Það er fallegt og mikill léttleiki yfir því(sem á ekkert skylt við léttúð), en um leið er í því mikil dýpt og innileiki. Ég var sem sagt virkilega ánægð og vonandi verður það tekið upp svo fleiri fái að njóta þess.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *