Tíðindalaust,

eða svo til.
Ég get ekki sýnt ykkur myndina af ,,venjulegu” húfunni ennþá, því að viðtakandinn er sennilega ekki búinn að fá hana. Það hefur allavega ekkert heyrst inni í ,,grúppunni” ennþá.
Ég er langt komin með útsaumaða húfu, Sandur heitir hún og hana fáið þið að sjá innan skamms.

Annars er lítið að frétta, fermingarundirbúningurinn er smám saman að hefjast – í dag stendur til að taka mynd af drengnum fyrir boðskortið. Verst að hann skuli vera í skólanum núna (og eiga tíma í klippingu fyrst klukkan þrjú) því að birtan er dásamleg en það er aldrei að vita hvað hún endist lengi.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *