A Felted Hat, Ready for Embellishment


Björg 2, originally uploaded by Harpa J.

Size : Dömu medium
Yarn : Ístex Plötulopi (Icelandic unspun lopi. 1 plata (eða afgangur) af munsturlit, 2 plötur aðallitur (reyndar þarf bara rétt rúmlega eina plötu). Lopinn er prjónaður tvöfaldur (þ.e. tveir þræðir eru prjónaðir saman). Hér er sýnt hvernig gott er að vinda upp úr plötunum (að vinda í rjúpu). Textinn er á sænsku en myndirnar eru mjög skýrar.

Prjónar : 6mm (US 10), hring og sokka eða tveir hringprjónar (nú eða einn langur sveigjanlegur) ef þið viljið nota the magic loop aðferðina.

Aðferð : Fitjið upp 97 lykkjur með munsturlitnum a hringprjón og tengið þær í hring. Setjið merki við upphaf hringsins. Prjónið átta umferðir brugðnar. Skiptið yfir í aðallitinn og prjónið 27 cm slétt (mælt frá uppfit).

Úrtakan :
* 11 sléttar, 2 saman*
Prjónið 3 umferðir.
* 10 sl, 2 saman*
Prjónið 3 umferðir.
* 9 sl, 2 saman*
Prjónið 3 umferðir.
* 8 sl, 2 saman*
og svo framvegis þangað til *K2, 2s´* ( þegar ummálið verður og lítið fyrir hringprjóninn er skipt yfir á sokkaprjóna eða magic loop aðferðina.)
Prjónið 1 umferð
*1sl, 2 saman*
Prjónið 1 umferð
*2 saman, 2 saman*
Prjónið 1 umferð
*2 saman, 2 saman*
Þræðið garnið í gegn um allar lykkjurnar og dragið varlega saman. Gangið frá endum á röngunni.

Þæfingin.

Þar eru tvær stefnur í gangi. Þeir sem þæfa í höndum og þeir sem nota þvottavél. Ég nota alltaf vélina mína. Það getur samt sem áður endað illa og ég GET ALLS EKKI ábyrgst útkomuna úr þæfingu í þvottavél. Það er mikill munur á hvað vélar þæfa mikið. Vél móður minnar (electrolux) þæfir til dæmis mun meira en mín (siemens). Svo ég ráðlegg ykkur að byrja á stuttu prógrammi og lágum hita (40°C)og bæta frekar við ef það reynist ekki nóg. Það getur verið gott að nota stóra þvottaskjóðu til að vernda vélina. Vindið varlega til að komast hjá krumpum. Mótið húfuna á ykkar eigin höfði, eða á þeim sem á að nota hana ef hægt er. Höfuðstærð fólks er afar mismunandi. Ekki vera hrædd við að forma húfuna og taka á henni, þæfð húfa þolir heilmikið. Þurrkið húfuna alveg, gott er að láta hana standa ofan á þurrkara.

Skreytið húfuna að vild. Ég mæli með því að láta hana standa á borði eða einhverju álíka í smá tíma og sjá hvað hún vill. Þarf hún sterka liti og kröftugar línur eða hvíslar hún um grænt gras og fínleg blóm?

Ef þið þurfið að rifja upp útsauminn þá er mikið af sporum hér.


Björg 2, originally uploaded by Harpa J.

Size : Dömu medium
Yarn : Ístex Plötulopi (Icelandic unspun lopi. 1 plata (eða afgangur) af munsturlit, 2 plötur aðallitur (reyndar þarf bara rétt rúmlega eina plötu). Lopinn er prjónaður tvöfaldur (þ.e. tveir þræðir eru prjónaðir saman). Hér er sýnt hvernig gott er að vinda upp úr plötunum (að vinda í rjúpu). Textinn er á sænsku en myndirnar eru mjög skýrar.

Prjónar : 6mm (US 10), hring og sokka eða tveir hringprjónar (nú eða einn langur sveigjanlegur) ef þið viljið nota the magic loop aðferðina.

Aðferð : Fitjið upp 97 lykkjur með munsturlitnum a hringprjón og tengið þær í hring. Setjið merki við upphaf hringsins. Prjónið átta umferðir brugðnar. Skiptið yfir í aðallitinn og prjónið 27 cm slétt (mælt frá uppfit).

Úrtakan :
* 11 sléttar, 2 saman*
Prjónið 3 umferðir.
* 10 sl, 2 saman*
Prjónið 3 umferðir.
* 9 sl, 2 saman*
Prjónið 3 umferðir.
* 8 sl, 2 saman*
og svo framvegis þangað til *K2, 2s´* ( þegar ummálið verður og lítið fyrir hringprjóninn er skipt yfir á sokkaprjóna eða magic loop aðferðina.)
Prjónið 1 umferð
*1sl, 2 saman*
Prjónið 1 umferð
*2 saman, 2 saman*
Prjónið 1 umferð
*2 saman, 2 saman*
Þræðið garnið í gegn um allar lykkjurnar og dragið varlega saman. Gangið frá endum á röngunni.

Þæfingin.

Þar eru tvær stefnur í gangi. Þeir sem þæfa í höndum og þeir sem nota þvottavél. Ég nota alltaf vélina mína. Það getur samt sem áður endað illa og ég GET ALLS EKKI ábyrgst útkomuna úr þæfingu í þvottavél. Það er mikill munur á hvað vélar þæfa mikið. Vél móður minnar (electrolux) þæfir til dæmis mun meira en mín (siemens). Svo ég ráðlegg ykkur að byrja á stuttu prógrammi og lágum hita (40°C)og bæta frekar við ef það reynist ekki nóg. Það getur verið gott að nota stóra þvottaskjóðu til að vernda vélina. Vindið varlega til að komast hjá krumpum. Mótið húfuna á ykkar eigin höfði, eða á þeim sem á að nota hana ef hægt er. Höfuðstærð fólks er afar mismunandi. Ekki vera hrædd við að forma húfuna og taka á henni, þæfð húfa þolir heilmikið. Þurrkið húfuna alveg, gott er að láta hana standa ofan á þurrkara.

Skreytið húfuna að vild. Ég mæli með því að láta hana standa á borði eða einhverju álíka í smá tíma og sjá hvað hún vill. Þarf hún sterka liti og kröftugar línur eða hvíslar hún um grænt gras og fínleg blóm?

Ef þið þurfið að rifja upp útsauminn þá er mikið af sporum hér.

Print Friendly

2 thoughts on “A Felted Hat, Ready for Embellishment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>