Myndarskapur

Ég þvoði gardínur í gær og í dag. Ekki vegna þess að þetta væri svona óskaplegt magn – en ég skipti svona verkum gjarna til að þreyta mig ekki um of.
Stórhreingerningar eru ekki algengar á þessu heimili fyrir jólin, en þetta var óhjákvæmilegt, fuglarnir fengu skitu um daginn (í fyrstu eggjaumferðinni) og ljósu gardínurnar voru ,,skreyttar” grænum skellum í bland við rykið. Ekki smart skal ég segja ykkur.
Eftir þvottinn eru þær tandurhreinar og fínar, en afar illar straujaðar reyndar. Ég rétt juðaði strauboltanum yfir allra vestu krumpurnar og hengdi þær svo upp hálfblautar. Ég treysti nefnilega á að þær sléttist þegar þær þorna.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *