Bretti

Skíðaferðalagið var víst magnað, heimasætan er ekki nærri því komin niður á jörðina.
Bretti er málið – hún hafði aldrei prófað það áður en fékk leigðar græjur og frelsaðist alveg. Nú vill svo vel til að við eigum þetta fína bretti og hjálm (sem hún var reyndar með í gær) spurning bara hvort skórnir passa. Það verður mátað um leið og hún er búin í píanótíma og ef þeir passa þá Á ég að fara með henni upp í brekku að horfa á OG taka myndband.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *