Gleðilegt sumar!


Gleðilegt sumar!, originally uploaded by Harpa J.

Gleðilegt sumar gott fólk!

Ég er ekkert farin að fara út í dag svo ég svindla bara og birti mynd frá því í fyrra.
Ég er nefnilega að klára uppskrift sem ég er búin að vera að vesenast með í svolítinn tíma. Hún er alveg að verða tilbúin, ég var að bæta inn síðustu myndinni og einni mælingu svo ætti þetta að vera komið. Ég var að prenta út eintak og ætlað að lúslesa það yfir kaffibolla áður en ég fer út að labba.

Það er búið að prófarkalesa textann, en ekki prjónaskammstafarnirnar eins til dæmis þessar : * k1, yo, k3, sl1-k2tog-psso, k3, yo* Alveg borðleggjandi ekki satt?

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *